Ágúst fékk 77% í fyrsta sætið

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fór fram í dag, laugardag. Kosning fór fram að Dynskálum 26 á Hellu. Átta frambjóðendur gáfu kost á sér og kosið var um sex efstu sætin. Ágúst Sigurðsson hlut yfirburða kosningu í fyrsta sæti listans.

Röð frambjóðenda var þessi

1. Ágúst Sigurðsson, bóndi og erfðafræðingur, fékk 221 atkvæði í 1. sæti (77,5%).
2. Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri, fékk 101 atkvæði í 1-2. sæti (35,4%).
3. Sólrún Helga Guðmundsdóttir, móttökuritari, fékk 148 atkvæði í 1-3. sæti (51,9%)
4. Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri, fékk 155 atkvæði í 1-4. sæti (54,4%).
5. Anna María Kristjánsdóttir, bóndi, fékk 196 atkvæði í 1-5. sæti (68,8).
6. Heimir Hafsteinsson, húsasmíðameistari, fékk 169 atkvæði (59,3%).
7. Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður
8. Sævar Jónsson, húsasmiður

463 voru á kjörskrá og tóku 290 manns þátt í kjörinu, sem er um 63% þátttaka.

D-listinn fékk þrjá fulltrúa af sjö í síðustu kosningum. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti listans á yfirstandandi kjörtímabili gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Aðrir hreppsnefndarfulltrúar listans tóku þátt í prófkjörinu, þau Anna María Kristjánsdóttir og Þorgils Torfi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert