Höfnuðu hugmynd Guðna

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meginskýring þess að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, hætti við að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík er sú að stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík hafnaði hugmyndum Guðna um breytt fyrirkomulag framboðsmála.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins lagði Guðni það til við stjórnina, eftir að hafa kynnt formanni flokksins hugmyndir sínar, að framboðið yrði breikkað og væri ekki einungis framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík, heldur einnig framboð flugvallarsinna.

Þannig taldi Guðni, samkvæmt sömu heimildum, að tvennt myndi ávinnast; Framsóknarflokkurinn í Reykjavík myndi stóreflast og baráttunni fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri myndi sömuleiðis vaxa fiskur um hrygg, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert