Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst

Mosfellsbær
Mosfellsbær Rax / Ragnar Axelsson

Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt í Mosfellsbæ og fær sjö af níu bæjarfulltrúum samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka í bænum. Fylgi flokksins mælist nú 55,7% en flokkurinn fékk 49,8% atkvæða í kosningunum 2010.

Samfylkingin og Vinstri græn fá hvor einn fulltrúa í bæjarstjórn. Samfylkingin mælist með 15% fylgi og Vinstri græn með 12,2%.

Önnur framboð ná ekki inn manni. Íbúahreyfingin, sem nú á fulltrúa í bæjarstjórn, mælist með 6,4% fylgi, Mosfellslistinn með 5,1% og Framsóknarflokkurinn með 4,4%.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa verið í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi einir hreinan meirihluta.

Könnunin var gerð dagana 6. til 12. maí. Um fimmtungur hafði ekki gert upp hug sinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert