Með sex af sjö bæjarfulltrúum

Morgunroði við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Morgunroði við Gróttu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi nýtur fylgis 66% kjósenda samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitarfélaginu.

Flokkurinn vinnur mann, fengi sex af sjö bæjarfulltrúum ef kosið yrði nú. Samfylkingin fengi einn mann í bæjarstjórn. Aðrir kæmust ekki að, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 58,2% atkvæða og fimm menn kjörna. Hann vinnur því mann samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mælist með 20,7% fylgi sem er aðeins meira en í kosningunum 2010. Þá fékk flokkurinn 19,6% atkvæða og einn mann kjörinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert