Framsókn með mann

Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir önnur framboð, samkvæmt fylgismælingunni..
Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir önnur framboð, samkvæmt fylgismælingunni.. mbl.is/Hjörtur

Oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, nær kjöri í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi framboðslista í höfuðborginni. Fylgið mælist 5,5%.

Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir önnur framboð. Hefur fylgi flokksins aukist frá síðustu könnun og er nú 37,3%. Fengi Samfylkingin samkvæmt því sex borgarfulltrúa, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælinguna í Morgunblaðinu í dag.

Hafsteinn Birgir Einarsson, sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun, segir að oddviti Framsóknar sé fimmtándi maður inn í borgarstjórn. Minnki fylgi framboðsins um 0,2% frá könnuninni nái sjöundi maður Samfylkingarinnar kjöri í stað Sveinbjargar. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist nú 20,9%, fylgi sem gefur þrjá borgarfulltrúa. Fylgi Bjartrar framtíðar er nú 19,9% og dugar fyrir þremur fulltrúum, Píratar eru með 7,5% og einn mann og Vg 6,1% og einn mann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert