Skipta verður um meirihluta

Samfylkingin í Kópavogi hyggst tvöfalda frístundastyrk til barna og unglinga í bænum, eða úr 13.500 kr. í 30.000 kr. Þá eru húsnæðismál flokknum hugleikin en fara þarf leið til að mæta vanda fólks með lágar eða miðlungs tekjur.

Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti flokksins, segir nauðsynlegt að skipta um meirihluta í bænum; um það snúist kosningarnar. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi verið við meira eða minna við völd í Kópavogi í tæpan aldarfjórðung - eftir standi skuldir sem hljóða upp á 42 milljarða kr.

mbl.is mun fram að kosningum birta stutt viðtöl við oddvita framboða í stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarnar eru einfaldar og fáar: Hvað er brýnt að ganga í strax að loknum kosningum – og um hvað snúast kosningarnar að þessu sinni? Þá fengu frambjóðendur að velja sér stað sem þeir útskýra af hverju varð fyrir valinu.

Pétur kaus að hitta okkur í Kópavogsdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert