Kerfið setji börnin í fyrsta sæti

Oddvitarnir í Efstaleiti í kvöld
Oddvitarnir í Efstaleiti í kvöld mbl.is/Styrmir Kári

Vinstri grænir leggja fram tillögu um gjaldfrjálsan leikskóla á meðan Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á gæðamál í skólunum. Oddvitar flokkanna tókust á um skólamálin í kosningaþætti Ríkisútvarpsins í kvöld.

Rætt var um sameiningar skóla sem hafa verið framkvæmdar á kjörtímabilinu. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar segir þær hafa verið erfiðar, en nauðsynlegar. Alls segir Dagur að sameiningarnar hafi sparað borginni um 560 milljónir króna á tveimur árum. Þá fagnaði Dagur því að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamninga nú í vikunni. „Samfylkingin er með nokkur lykilverkefni í forgrunni. Það er læsi, málefni drengja, og að mæta verði nemendum á eigin forsendum,“ segir Dagur.

Upplýsingar úr könnunum verði birtar

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði gæðamálin afar brýn og gaf lítið fyrir áhyggjur af því að skapast kynnu „elítuhverfi“ ef niðurstöður úr rannsóknum yrðu gerðar opinberar. „Þetta eru ekki upplýsingar sem eiga að vera læstar ofan í skúffu sérfræðinga. Foreldrar eiga að fá þessar upplýsingar og það gefur öllum tækifæri á að gera betur,“ sagði Halldór og átti þá við meðal annars niðurstöður úr Pisa-könnunum og niðurstöður í samræmdum prófum. „Kennarar og foreldrar setja börn í fyrsta sætið, það er kominn tími til þess að kerfið geri það líka,“ bætti Halldór við. 

Börn ekki notuð sem tilraunadýr

„Ég sætti mig ekki við það sem móðir að barnið mitt sé notað sem tilraunardýr þegar kemur að lestrarkennslu,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina.

Hún segist vilja líta til verkefnisins „Blíðari byrjun“ auk þess sem verkefnið skóli án aðgreiningar verði endurskoðað. „Þessi tilraunarstarfsemi sem sett var af stað, Skóli án aðgreiningar, því fylgdu ekki nægir fjármunir og við viljum forgangsraða fjármunum í þágu menntakerfisins.“

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert