Mikill stuðningur við Dag

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðastuðnings til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík á næsta kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi við borgarstjóraefni framboðslistanna í höfuðborginni.

Hefur fylgi hans aukist jafnt og þétt í könnunum undanfarnar vikur og mánuði. Það mælist nú rúmlega 64%. Í könnuninni sögðust tæp 18% þátttakenda sem afstöðu tóku vilja Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem næsta borgarstjóra. Það er aðeins minna en í könnun fyrir tíu dögum. Mun færri, 6,2%, nefndu S. Björn Blöndal, oddvita Bjartrar framtíðar. Sóleyju Tómasdóttur, oddvita VG, nefndu 3,5% þátttakenda.

Persónufylgi Dags B. Eggertssonar er mun meira en stuðningur við Samfylkinguna sem þó hefur einnig aukist verulega. Persónufylgi Halldórs og Björns Blöndals er hins vegar minna en fylgi við framboðslista flokka þeirra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert