„Skellum bara upp myndum af Degi og málið er leyst“

Þeir sem halda um taumana í kosningabaráttu Samfylkingarinnar eru greinilega afar meðvitaðir um sterkt persónufylgi Dags B. Eggertssonar að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Þar sem lítil samkeppni virðist vera frá öðrum oddvitum dugi bara að skella upp myndum af Degi og málið sé leyst.

Það er allavega ljóst að Dagur hefur mun meira fylgi en Samfylkingin eða 64% á móti 37.3%. Guðni segir að í sögunni hafi persónufylgi haft mikla þýðingu í baráttunni um borgina, fólk verði að geta séð frambjóðendur fyrir sér í borgarstjórastólnum þegar það gerir upp hug sinn og ljóst sé að ekkert borgarstjóraefni hjá öðrum flokkum heilli fólk í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert