Hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna.

„Vinna er hafin að mótun sameiginlegrar stefnu um málefni og verklag með áherslu á víðtækt samstarf allra kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn,“ segir ennfremur.

Saman hafa flokkarnir tveir sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, hafði áður lýst yfir áhuga flokks síns á að öll framboð sem náðu mönnum í bæjarstjórn tækju höndum saman um stjórn bæjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert