Birta meðmælalista opinberlega

Kópavogur
Kópavogur Árni Sæberg

Yfirkjörstjórn í Kópavogi hefur afhent Þór Jónssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Kópavogs og íbúa í bænum, meðmælalista allra framboða í liðnum sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á vef Kópavogsfrétta.

Daginn fyrir kosningar, hinn 30. maí síðastliðinn, kærði Þór yfirkjörstjórn Kópavogs til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál fyrir vanrækslu á að afhenda honum skriflegar yfirlýsingar kjósenda um stuðning við framboðin. Þór hefur nú fallið frá þessari kæru því yfirkjörstjórn hefur samþykkt beiðni hans um aðgang og afrit af meðmælalistum framboðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert