„Samhljómur milli okkar“

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Viðræður um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í Kópavogi ganga vel. Stefnt er að því að fá niðurstöðu um helgina.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að Ármann Kr. Ólafsson verði áfram bæjarstjóri nái flokkarnir saman, enda hafi hann fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu kjósenda í kosningunum.

Björt framtíð ræðir einnig við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði um meirahlutasamstarf. Hófust formlegar viðræður í gær. „Það er góður málefnalegur samhljómur á milli okkar,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna. Hún sagði að óformlegar þreifingar hefðu verið á milli allra flokka að undanförnu og í þeim hefði komið í ljós að mestur samhljómur væri á milli Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert