Línur í Kópavogi að skýrast

Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð nái samkomulagi …
Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð nái samkomulagi um myndun meirihluta í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sterkar líkur eru taldar á því að Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð nái samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti tíðinda verið að vænta á morgun.

Viðræður um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Hafnarfjarðar héldu áfram í gær án þess að niðurstaða fengist. Næsta öruggt er talið að Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri græn og Píratar semji um myndun meirihluta í höfuðborginnni. Í Hafnarfirði hittust sjálfstæðismenn og fulltrúar Bjartrar framtíðar á tveimur stuttum fundum í gær og bera saman bækur sínar í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert