Meirihluti myndaður í Grindavík

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjálfstæðismenn og Listi Grindvíkinga hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Samstarfssamningur framboðanna verður undirritaður eftir helgi samkvæmt fréttavef Víkurfrétta.

Fram kemur að stefnt sé að því að endurráða núverandi bæjarstjóra, Róbert Ragnarsson. Ennfremur er samkomulag um að starfa þvert á alla flokka í störfum meirihlutans fyrir Grindavíkurbæ.

Oddviti sjálfstæðismanna, Hjálmar Hallgrímsson, verður formaður bæjarráðs fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins og Kristín María Birgisdóttir, oddviti Lista Grindvíkinga, gegnir embættinu annað og fjórða ár þess. Sama skipting verður á milli þeirra varðandi embætti forseta bæjarstjórnar.

Frétt Víkurfrétta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert