Talið verður aftur í Norðurþingi

Hjálmar Bogi Hafliðason.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

„Við höfðum ákveðið að fara ekki fram á endurtalningu en í ljósi frétta frá Hafnarfirði þar sem 16 atkvæði fara yfir á Framsóknarflokkinn ákváðum við að óska eftir henni,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrrverandi bæjarfulltrúi flokksins.

Hjálmar leggur áherslu á að framsóknarmenn treysti yfirkjörstjórn fullkomlega en þeir hafi talið rétt að óska eftir endurtalningu í ljósi þess hversu litlu hafi munað að Framsóknarflokkurinn næði inn þriðja manni. Hann segir óljóst hversu mörg atkvæði framsóknarmenn þurfi til þess að bæta við sig manni. Hugsanlega jafnvel tveimur.

Yfirkjörstjórn hefur fallist á endurtalninguna og fer hún fram klukkan fjögur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert