Óbreytt staða eftir endurtalningu

Akraneskaupstaður.
Akraneskaupstaður. mbl.is/Árni Sæberg

Engin breyting varð á niðurstöðum bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi hvað bæjarfulltrúa varðar við endurtalningu. Þetta staðfesti Einar Jón Ólafsson, formaður kjörstjórnar, í samtali við mbl.is þegar talningu var lokið um kl. 21 í kvöld.

Talið var að nýju að ósk Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í ljósi þess að aðeins munaði sjö atkvæðum á fimmta manni Sjálfstæðisflokksins, Rakel Óskarsdóttur, sem náði kjöri í bæjarstjórn, og fyrsta manni VG, Þresti Ólafssyni, sem ekki náði kjöri.

Að sögn Einars kom í ljós að fjögur atkvæði höfðu ranglega verið talin auð. Tvö þeirra reyndust tilheyra Sjálfstæðisflokknum, eitt Samfylkingunni og eitt Frjálsum með framsókn. Hafa lokatölur á Akranesi verið leiðréttar í samræmi við þetta.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Vilja endurtalningu á Akranesi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert