Segja góðan gang í ráðhúsinu

Stíf fundahöld voru í Ráðhúsi Reykjavíkur alla helgina.
Stíf fundahöld voru í Ráðhúsi Reykjavíkur alla helgina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fundir voru í ráðhúsi Reykjavíkur í allan gærdag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri-grænna og Pírata undirbjuggu málefnagrundvöll meirihlutasamstarfs flokkanna í borgarstjórn.

Oddvitarnir hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér en sagt að viðræðurnar gangi vel. Búist er við niðurstöðu þegar líður á vikuna.

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, ætla að halda áfram samstarfi við Vinstri-græn. Málefnasamningur þeirra verður kynntur flokksmönnum í kvöld, að því er fram kemur í umfjöllun um myndun meirihluta í sveitarstjórnum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert