Ekki í höndum ráðuneytisins

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að það sé ekki í höndum heilbrigðisráðuneytisins að ákveða hvers konar starfsemi muni verða í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Morgunblaðið leitaði eftir afstöðu ráherrans til vilja nýs meirihluta í Hafnarfirði um að starfsemi verði hafin í St. Jósefsspítala á nýjan leik, eins og kom fram í samtali Morgunblaðsins við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í Morgunblaðinu í gær.

„Ég hef rætt alls konar hugmyndir, bæði við meirihlutann og minnihlutann í Hafnarfirði, um St. Jósefsspítala, frá því að ég varð heilbrigðisráðherra.

Það eru Fasteignir ríkisins sem fara með 85% eignarhlut ríkisins og hafa gert frá því að sjúkrahússstarfsemi var hætt í St. Jósefsspítala og því hefur heilbrigðisráðuneytið ekkert um málefni fasteignarinnar að segja lengur,“ sagði Kristján Þór í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert