Nýr meirihluti á Hornafirði

Nýr meirihluti Sveitarfélagsins Hornafjörður
Nýr meirihluti Sveitarfélagsins Hornafjörður

Bæjarfulltrúar 3. Framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði á kjörtímabilinu 2014 – 2018.

Meginmarkmið nýrrar bæjarstjórnar verður að viðhalda og efla grunnþjónustu við íbúa ásamt því að styrkja möguleika sveitarfélagsins til að eflast  og stækka, segir í tilkynningu frá nýjum meirihlut

Aukið gegnsæi og íbúalýðræði verður eitt af leiðarljósum í starfi bæjarstjórnar. Leitast skal við að hafa gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa óháð flokki og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin. Málefnasamningurinn byggir á stefnuskrám sem framboðin lögðu fram fyrir kosningarnar 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert