Eiga fulltrúa í flestum ráðum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mbl.is

Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, hafa óskað eftir því að því verði komið á framfæri að flokkurinn eigi fulltrúa í helstu nefndum og ráðum borgarinnar.

„Að gefnu tilefni þá vilja borgarfulltrúar Framsóknar - og flugvallarvina koma því á framfæri að í samræmi við samþykkta fundargerð borgarstjórnarfundar í gær að flokkurinn á skipaða aðalmenn og varamenn í öllum helstu ráðum borgarinnar; borgarráði, velferðarráði, íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, umhverfis- og skipulagsráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði og stjórnkerfis- og lýðræðisráði.  Framangreind ráð hafa verið talin helstu ráð borgarinnar. Þá á flokkurinn áheyrafulltrúa, bæði aðal og til vara í öllum hverfisráðum borgarinnar, alls tíu talsins auk áheyrnafulltrúa í innkauparáði og heilbrigðisnefnd.  Áheyrnafulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt, ásamt rétti til að gera bókanir vegna afstöðu sinnar.  Hins vegar á flokkurinn ekki stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert