Páll Björgvin áfram bæjarstjóri

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2010. Páll var áður fjármálastjóri sveitarfélagsins 2004-2008.

Fram kemur á vefsíðu Fjarðarbyggðar að Páll Björgvin sé viðskiptafræðingur (B.Sc.) að mennt og með MBA meistaragráðu með áherslu á fjármál fyrirtækja. Hann er giftur Hildi Ýr Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.

Einnig var samþykkt á fundi bæjarstjórnar að Jens Garðar Helgason frá Sjálfstæðisflokki yrði formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson frá Framsóknarflokknum forseti bæjarstjórnar. Sjálfstæðismenn fengu þrjár bæjarfulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum í vor af níu og framsóknarmenn að sama skapi þrjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert