Bæjarráðið eingöngu skipað konum

Ásgerður K. Gylfadóttir, fráfarandi bæjarstjóri, afhenti Birni Inga Björnssyni lykla …
Ásgerður K. Gylfadóttir, fráfarandi bæjarstjóri, afhenti  Birni Inga Björnssyni lykla af skrifstofu bæjarstjóra.

Björn Ingi Jónsson var kosin nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar á bæjarstjórnarfundi í gær. Björn Ingi er oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem er í meirihlutasamstarfi við 3. Framboðið. Björn hefur setið í bæjarstjórn Hornafjarðar í 8 ár.

Fram kemur í tilkynningu, að á fundinum hafi verið kosið í nefndir og ráð í bæjarráði sem sé skipað þrem fulltrúum allra flokka og er það í fyrsta sinn í sögu Hornafjarðar sem bæjarráð Hornafjarðar sé eingöngu skipað konum.

Einnig er bæjarstjórn skipuð meirihluta kvenna en þar sitja sjö kjörnir fulltrúar og þar af eru fjórar konur og þrír karlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert