Kröfu um ógildingu á sveitarstjórnarkosningum hafnað

Meðal kæruefna var kjörgengi Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokks og …
Meðal kæruefna var kjörgengi Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina, mbl.is/Eggert

Kröfum kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík sem fram fóru þann 31. maí síðastliðinn hefur verið hafnað samkvæmt úrskurði þriggja manna kjörnefndar sem fjallaði um kæruna, en sýslumaðurinn í Reykjavík skipaði nefndina.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Lögð var fram kæra hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna, en meðal kæruefna var kjörgengi oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina, annmarkar á talningu atkvæða á kosninganótt og  skipun yfirkjörstjórnar. 

Í úrskurðinum segir að kröfu kæranda um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík þann 31. maí 2014 vegna kjörgengis oddvita Framsóknar og flugvallarvina er vísað frá kjörnefndinni. Kröfu um ógildingu af öðrum ástæðum er hafnað.

<a href="http://reykjavik.is/sites/default/files/2492_001_2.pdf"><span>Úrskurður sýslumannsins í Reykjavík</span></a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert