Yrði forseti allrar þjóðarinnar

Guðni tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist bjóða sig fram …
Guðni tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi heitir því að halda áfram að svara öllum spurningum nái hann kjöri en segir sjónarmið sín munu víkja fyrir „þeirri sjálfsögðu kröfu þjóðarinnar að forsetinn taki ekki málstað eins frekar en annars“.

Þetta kemur fram í færslu sem Guðni birti á Facebook fyrir stundu, en þar svarar hann gagnrýni vegna afstöðu sinnar til mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Guðni segist m.a. hafa gleymt því í viðtali sem við hann var tekið um málið að nefna að hann væri þeirrar skoðunar að væri meirihluti fyrir því á þingi að hefja aðildarviðræður á ný hlýtu menn að bera sig öðruvísi að; þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræna væri t.d. þjóðráð.

Hann ítrekar að hreppi hann forsetaembættið verði hann forseti allra landsmanna, óháð afstöðu þeirra til ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert