Bæring liggur undir feldi

Bæring Ólafsson.
Bæring Ólafsson.

Bæring Ólafsson útilokar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hafa hætt við framboðið fyrir tveimur vikum síðan.

„Ég verð undir feldi fram á morgundaginn eða næsta dag og er að hugsa um að hætta við að hætta. Ég ætla að athuga hvort þetta geti gengið upp,“ segir Bæring.

Hann hætti við sitt framboð vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, um að sækjast eftir endurkjöri en áður hafði Ólafur lýst því yfir að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram.

Frétt mbl.is: Bæring dregur framboð sitt til baka

Í yfirlýsingu fyrir tveimur vikum sagðist Bæring ekki vilja bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.

Spurður út í ákvörðun Ólafs í dag um að bjóða sig ekki fram, segir hann: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um það. Ég er gjörsamlega undrandi og mér finnst þetta hálf fíflalegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert