Vélin ekki sett aftur í gang

Hrannar Pétursson.
Hrannar Pétursson.

Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, ætlar ekki að endurskoða ákvörðun sína um að hætta við framboð sitt til embættis forseta Íslands.

„Mín ákvörðun stendur. Það er búið að slökkva á vélinni og hún verður ekkert sett í gang aftur. En það er fróðlegt að fylgjast með þessu öllu saman. Það eru stórar fréttir á hverjum degi,“ segir Hrannar.

Hann hætti við framboð sitt eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að sækjast eftir endurkjöri, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hrannar segist ekki vilja tjá sig um ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég óska bara öllum þeim sem eru á vellinum góðs gengis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert