Áfram hættur en styður Andra Snæ

Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson.
Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson.

Bæring Ólafsson, sem bauð sig fram til embættis forseta en dró framboðið til baka þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti um að hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri, mun ekki stíga fram á ný eftir tíðindi síðustu daga.

Í tilkynningu sem Bæring sendi á fjölmiðla kemur fram að ákvörðun hans um að draga framboðið til baka standi óbreytt. Hann segist í tilkynningunni lýsa yfir stuðningi við Andra Snæ Magnason sem hann segir skarpgáfaðan og atorkumann.

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan:

„Ákvörðun mín að draga forsetaframboð mitt til baka 24. apríl síðast liðinn er óbreytt. Ég óska hér með öllum frambjóðendum góðs gengis og heilla í komandi forsetakosningum. Ég vil þó benda á að það eru fleiri kostir en þeir tveir sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á. Ég held að valið standi milli gamla og nýja tímans og vil benda á að Andri Snær Magnason er að mínu mati mjög góður talsmaður fyrir nýja tíma. Andri er skarpgáfaður, mikill atorkumaður, strangheiðarlegur, ákveðinn, traustur og hugrakkur. Ég skora á fólk að kynna sér forsetaframboð Andra Snæs og lýsi hér með yfir stuðningi mínum við hann sem forseta Íslands árið 2016.

Bæring Ólafsson“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert