Skrá meðmælin rafrænt

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru þessa dagana að safna meðmælendum á lista sem afhentir verða yfirkjörstjórnum í kjördæmum. Hver frambjóðandi þarf að hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, sem skiptast mismunandi eftir landsfjórðungum.

Yfirkjörstjórnir hafa nú auglýst hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælendanna. Koma yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum saman næsta föstudag til að veita listum viðtöku nema í Norðausturkjördæmi þar sem tekið verður við listum næsta þriðjudag. Í einstökum kjördæmum er svo frambjóðendum boðið ýmist 19. maí eða um hádegi 20. maí að sækja vottorð kjörstjórna og hafa þá stuttan tíma til að bæta úr ef nöfn vantar á lista.

Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, segir að yfirkjörstjórnir votti að þeir sem hafa skrifað nafn sitt á meðmælendalista uppfylli skilyrði um meðmælendur, séu kosningabærir og eigi kosningarétt í kjördæmi þar sem þeir skrá sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert