Davíð opnar kosningaskrifstofu

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi.
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Golli

Kosningaskrifstofa Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, verður opnuð í dag klukkan 17 að Grensásvegi 10 í Reykjavík vegna framboðs hans til embættis forseta Íslands. Þar með hefst kosningabarátta Davíðs formlega. Streymt verður beint frá opnun kosningaskrifstofunnar hér á mbl.is.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá framboðinu að síðustu dagar hafi verið spennandi hjá stuðningsmönnum Davíðs. 

„Sjálfboðaliðar um land allt hafa lyft grettistaki við söfnun meðmæla og hefur að öllum líkindum met verið sett í þeim efnum. Davíð Oddsson mun fagna þeim áfanga ásamt stuðningsmönnum sínum síðdegis í dag og hefja um leið kosningabaráttuna með formlegum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert