Framboð Davíðs kom henni á óvart

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, kom Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, verulega á óvart. Þegar hún heyrði að Páll Magnússon ætlaði að taka við Sprengisandi á Bylgjunni og Davíð yrði fyrsti gestur hans hélt hún að það væri grín.

Þetta sagði hún í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

Hún sagði að það kæmi henni á óvart þegar menn telji sig vera þá einu réttu til „að sitja í embætti vegna eigins ágætis.“ Sagði hún að henni þætti svolítið sérkennilegt þegar menn segðu næstum því að þeir væru þeir einu sem gætu sinnt þessu embætti nokkur en annar.

Gagnrýndi hún einnig fyrirkomulag kosninganna líkt og á Alþingi fyrr í vikunni. Benti hún á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla væri hafin en enginn væri formlega í framboði. Þá þyrftu framboðin ekki að liggja fyrir fyrr en um mánuði fyrir kosningar og þá væri skammur tími fyrir þá sem kjósa utan kjörfundar að kjósa.

Frétt mbl.is: Kosningalöggjöfin „skrípaleikur“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert