Alþýðufylkingin býður fram lista

Frá fundi Alþýðufylkingarinnar árið 2013. Þorvaldur er fremstur á myndinni
Frá fundi Alþýðufylkingarinnar árið 2013. Þorvaldur er fremstur á myndinni mbl.is/Árni Sæberg

Alþýðufylkingin undirbýr nú að bjóða fram lista í þingkosningunum í haust. Framkvæmdastjórn flokksins hefur boðað til opins fundar þar sem farið verður yfir kosningaundirbúninginn og drög að kosningastefnuskrá.

Fundurinn fer fram 25. maí næstkomandi í Friðarhúsinu við Njálsgötu 87 og hefst hann klukkan 20. Í tilkynningu flokksins kemur fram að allir séu velkomnir „nema þá helst auðvaldið“.

Þorvaldur Þorvaldsson er formaður flokksins en hann var stofnaður í janúar 2013. Alþýðufylkingin bauð fram lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í kosningunum það sama ár og hlaut 118 atkvæði eða 0,1% atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert