Guðni með 65% fylgi

Guðni Th. Jóhannesson (lengst til hægri á myndinni) mælist áfram …
Guðni Th. Jóhannesson (lengst til hægri á myndinni) mælist áfram með mest fylgi. Davíð Oddsson (í miðið) kemur næstur með 18% stuðning og þá Andri Snær Magnason með 11%.

Dagana 12. til 20. maí kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jóhannesson heldur töluverðri forystu með 65,6% fylgi.

Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1% sem er nokkur aukning frá síðustu mælingu (en tekið skal fram að 3/4 hlutum gagnaöflunar vegna síðustu könnunar hafði verið lokið þegar Davíð tilkynnti um framboð sitt).

Fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 11,0% og fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2%. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,0% fylgi, að sögn MMR.

Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna var skoðað eftir samfélagshópum og stjórnmálaskoðunum kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson hafði hlutfallslega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnarflokkana.

Aftur á móti hafði Davíð Oddsson hlutfallslega meira fylgi meðal karlmanna, þeirra sem eldri voru og þeirra sem studdu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.

Andri Snær Magnason hafði hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem yngri voru. 

Nánari upplýsingar um könnunina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert