Davíð opnar stuðningsmannakerfi

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Golli

Davíð Oddsson hefur opnað sérstakt stuðningsmannakerfi á netinu sem gerir stuðningsmönnum um allt land kleift að taka beinan þátt í kosningabaráttu hans.

Í fréttatilkynningu frá framboði Davíðs segir að stuðningsmenn geti skráð sig inn á xdavid.is, fengið senda dreifimiða, skipulagt fundi, tekið þátt í spjallhópum, hvatt vini sína til þess að kjósa, fundið Davíð á samfélagsmiðlum, fengið svör við algengum spurningum og óskað eftir því að fá Davíð í heimsókn. Kerfið sé öllum opið.

„Fram til þessa hafa kosningabaráttur verið reknar bak við luktar dyr frambjóðenda og hefur meðferð persónuupplýsinga þar oft sætt mikilli gagnrýni. Nú er hins vegar brotið blað í sögu kosninga á Íslandi þar sem barátta Davíðs fer fram fyrir opnum tjöldum og stenst öll meðferð persónuupplýsinga ströngustu kröfur. Engar skrár eru samkeyrðar og engin skrá er haldin um afstöðu kjósenda.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert