Átta ár innan hafta er átta árum of mikið

Í þingsalnum. Fulltrúar flokkanna töluðu í þremur umferðum við eldhúsdagsumræðurnar …
Í þingsalnum. Fulltrúar flokkanna töluðu í þremur umferðum við eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. mbl.is/Styrmir Kari

Forystumenn stjórnmálaflokkanna á þingi eru komnir í kosningaham. Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi rifjuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar og þingmenn stjórnarflokkanna upp þau góðu verk sem ríkisstjórnin hefði komið í höfn á kjörtímabilinu og væri að vinna og sögðu frá sýn sinni á framtíðina.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna og þingmenn þeirra gagnrýndu aftur á móti stefnu ríkisstjórnarinnar í mörgum málum og tengsl forystumanna við aflandsfélög, að því er fram kemur í umfjöllun um eldhúsdagsumræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra rifjaði upp skuldaleiðréttinguna. „Á sama tíma og skuldir almennings hafa lækkað hefur kaupmáttur aukist um fjórðung á þessum þremur árum og hefur aldrei mælst meiri. Staða ríkissjóðs hefur stórlega batnað, ekki síst vegna vel heppnaðrar áætlunar stjórnvalda um afnám hafta og hvernig tekið var á þrotabúum hinna föllnu banka. Verðbólgan er innan vikmarka Seðlabanka Íslands og atvinnuleysi er hverfandi,“ sagði ráðherra.

Sigurður Ingi sagði að gjaldeyrishöftin hafi verið stærsta einstaka málið sem hangið hafi yfir hausamótum þingmanna þegar ný ríkisstjórn var mynduð. Nú hilli undir að hægt verði að aflétta þeim. „Gangi áætlanir eftir verða höft horfin áður en árið er úti. Hefði verið tekin sú ákvörðun að ganga til kosninga í vor hefði afnám hafta getað tafist um allt að tvö ár. Ég tel að flestir sanngjarnir menn sjái að slíkt var einfaldlega ekki hægt að bjóða þjóðinni. Átta ár innan fjármagnshafta er átta árum of mikið í nútímasamfélagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert