Guðni með 44,6% fylgi

Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. …
Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir.

Guðni Th. Jóhannesson er með 44,6% fylgi til embættis forseta Íslands samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup en könnunin var gerð fyrir RÚV.  Halla Tómasdóttir er í öðru sæti með 18,6%.

Í frétt RÚV kemur fram að könnunin hafi verið gerð dagana 20.-24.júní. Hún var bæði net- og símakönnun en úrtakið var 2.901, 1.651 svaraði eða 56,9%.

Guðni tapar töluverðu fylgi frá síðasta þjóðarpúlsi, en þá var hann með 51% fylgi.

Halla bætir hins vegar töluvert miklu fylgi við sig frá síðasta þjóðarpúlsi, en þá mældist hún með 12,5%. 

Davíð Oddsson er með rúmlega 16% fylgi og stendur í stað frá síðustu könnun. Andri Snær Magnason er með tæplega 16% fylgi og stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu könnun. 

Í frétt RÚV kemur fram að ekki sé marktækur munur á fylgi Höllu og Davíðs annars vegar og Davíðs og Andra Snæs hins vegar. Sturla Jónsson mælist með 2,5% fylgi en aðrir með minna.

89,1%, sem svöruðu könnuninni, tóku afstöðu. 4% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og rétt tæplega sjö prósent neituðu að svara eða höfðu ekki gert upp hug sinn.

Elísabet Jökulsdóttir er með 1,1% fylgi, Ástþór Magnússon er með  0,7% fylgi, Guðrún Margrét Pálsdóttir er með 0,5% fylgi og Hildur Þórðardóttir ekki með neitt fylgi, eða 0,0 prósent.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert