Biðu í klukkutíma eftir að fá að kjósa

Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassana í Ráðhúsinu sem keyrðir voru út …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassana í Ráðhúsinu sem keyrðir voru út í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjósendur í kjördeild fjögur í Hagaskóla þurftu að bíða í um klukkutíma í dag eftir að fá að kjósa.

Sveinn Sveinsson, oddviti kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að upp hafi komið villa sem nauðsynlegt reyndist að stemma af.

„Þetta var bara afstemming sem tók þennan tíma. Það kom upp villa eins og gengur. Þá þarf bara að stoppa og reyna að vinna. Það er ekki hægt að vaða áfram með villurnar.“

Atvikið átti sér stað í kringum átta í kvöld. Allar kjördeildir eru nú opnar og það í hálftíma í viðbót þegar þetta er skrifað, eða til 22 í kvöld.

„Við lokum 10. Þá fer enginn inn en þeir sem eru komnir inn fá að kjósa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert