Kjörsókn kl. 15 í dag

Rúmlega þrettán þúsund manns, eða 13.225, höfðu kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður kl. 15 í dag, eða 29,02%. 45.567 manns eru á kjör­skrá í kjör­dæm­inu.

Tæplega þrettán þúsund manns, eða 12.850, höfðu kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður kl. 15 í dag, eða 28%. Um 45.800 manns eru á kjör­skrá í kjör­dæm­inu.

Tölur um heildarkjörsókn í Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag.

Tölur um heildarkjörsókn í Norðausturkjördæmi liggja ekki fyrir. Stærsta kjördeild kjördæmisins er á Akureyri en þar hafa 4.148 manns kosið, eða 29,93%. 13.868 manns eru á kjör­skrá í bæn­um.

Tæplega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Suðurkjördæmi kl. 15, eða 30,56%. 35.136 manns eru á kjörskrá í kjördæminu. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa verið duglegastir að kjósa en í þeirri kjördeild hafa 48,3% íbúa kosið. Íbúar í Reykjanesbæ hafa aftur á móti ekki verið jafnduglegir að mæta en þar hafa 24,74% íbúa kosið. 

Tæplega tuttugu þúsund manns höfðu kosið í Suðvesturkjördæmi kl. 15, eða 29,2%. 67.478 manns eru á kjörskrá.

Uppfært kl. 16.51

Klukkan 16 höfðu kosið 8.458 manns, eða 39,48%, kosið í Norðvesturkjördæmi. Þar eru 21.424 á kjörskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert