Kjörsókn klukkan 18 í dag

Hæst hlutfall kjörsóknar í forsetakosningum 2016 klukkan 18 í dag er í Norðvesturkjördæmi en þar höfðu 51,18% manna á kjörskrá greitt atkvæði, alls 10.965 manns. Atkvæðagreiðsla hefur að mati kjörstjórna gengið vel fyrir sig það sem af er degi.

Ekki hefur verið tekin saman heildarkjörsókn í Norðausturkjördæmi en í stærstu kjördeildinni, Akureyri, höfðu 6.125 manns greitt atkvæði klukkan 18 í dag, eða 44,9% af kjörskrá. 

Á sama tíma í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu kostið 20.661 manns eða 45,3% kjörsókn. Þá hafa kosið 44,06% í Reykjavíkurkjördæmi norður eða 20.209 manns.

í Norðvesturkjördæmi höfðu kosið 10.864 manns eða 50,71% og er það mesta kjörsókn miðað við kjörsóknartölur klukkan 18. 

Í Suðurkjördæmi er kjörsókn svipuð og á sama tíma fyrir fjórum árum, í forsetakosningunum 2012, en klukkan 18 í dag höfðu 16.494 greitt atkvæði eða 46,94% af kjörskrá.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 41,4% klukkan 17 en alls höfðu greitt atkvæði 27.947 manns. 

Frétt mbl.is: Kjörsókn kl. 15 í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert