Mikill fögnuður en svo dauðaþögn

Stuðningsmenn Guðna fögnuðu á Grand hóteli þegar fyrstu tölurnar bárust …
Stuðningsmenn Guðna fögnuðu á Grand hóteli þegar fyrstu tölurnar bárust úr Suðurkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda á kosningavöku á Grand hóteli hrópuðu og fögnuðu mikið þegar fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru lesnar upp. Sekúndum síðar sló þögn á stuðningsmennina þegar í ljós kom að Halla Tómasdóttir hlaut hér um bil jafnmörg atkvæði og Guðni við fyrstu talningu í kjördæminu.

Kosningastjórn Guðna áætlar að um 500 stuðningsmenn Guðna komi saman á kosningavökunni á Grand hóteli í kvöld. 

Sveinn Waage, annar veislustjóra kosningavökunnar, kvaddi sér síðar hljóðs og sagði: „Jæja, fyrstu tölur komnar í hús en ég er viss um að þetta muni breytast til batnaðar,“ við mikinn fögnuð stuðningsmanna.

Veislustjórarnir Sveinn Waage og Linda Ásgeirsdóttir.
Veislustjórarnir Sveinn Waage og Linda Ásgeirsdóttir.
Benedikt Jóhannesson er meðal gesta á kosningavöku Guðna.
Benedikt Jóhannesson er meðal gesta á kosningavöku Guðna.
Áætlað er að um 500 stuðningsmenn Guðna Th. komi saman …
Áætlað er að um 500 stuðningsmenn Guðna Th. komi saman á Grand hóteli í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert