Viðrar vel til kosninga fyrir norðan

Forsetakosningar 2016 á Akureyri.
Forsetakosningar 2016 á Akureyri. Ljósmynd/ Þorgeir Baldursson

Það er létt yfir kjörstjórn í stærstu kjördeild Norðausturkjördæmis á Akureyri dag. Kosningar hafa gengið vel fyrir sig nyrðra að sögn kjörstjórnar og vel liggur á fólki. 

„Allir voðalega glaðir sem hér í hús koma, ég hef ekki tekið eftir öðru en að allir séu hér brosandi. Það er gott veður og létt yfir fólki,“ segir Þröstur Kolbeins, kjörstjórnarmaður á Akureyri, í samtali við mbl.is. Þröstur segir kosningarnar hafa gengið smurt og vel fyrir sig það sem af er kjördegi en á Akureyri var kjörsókn 48% klukkan 19 í kvöld.

Forsetakosningar 2016 á Akureyri.
Forsetakosningar 2016 á Akureyri. mbl/ Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert