Erlendir miðlar fjalla um kosningarnar

Guðni Th. og Halla, sem lá í hölunum.
Guðni Th. og Halla, sem lá í hölunum. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um íslensku forsetakosningarnar í kvöld. Fréttirnar snúa nær allar að líklegum sigri Guðna Th. Jóhannessonar.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá því að Guðni hafi lýst yfir sigri og aðrir breskir miðlar á borð við The Guardian hafa fjallað um kosningarnar. Franski miðillinn Le Monde virðist þó eitthvað misskilja aðdraganda þeirra, þar sem þeir segja Ólaf Ragnar Grímsson hafa sagt af sér embætti eftir birtingu Panamaskjalanna.

Þá segja ríkismiðlar Norðurlandanna, DR, SVT og NRK frá sigri Guðna, auk frænda okkar í Færeyjum, en á vef Dimmalætting segir hvernig „valkvøldið gjørdist meiri spennandi enn væntað, tí Halla Tómasdóttir lá í hølunum á Guðni Th.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert