Gleðst á sigurstund lýðræðisins

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Árni Sæberg

Stuðningsfólk Davíðs Oddssonar á kosningaskrifstofu hans á Grensásvegi tók vel á móti sínum manni með lófataki þegar hann kom í hús.

Ávarpaði Davíð gesti og þakkaði stuðninginn á þessari sigurstund lýðræðisins. Þá óskaði hann nýjum forseta og fjölskyldu hans til hamingju. 

Davíð sagðist þakklátur fyrir að hafa tekið þennan slag og hann hafi verið kærkomið tækifæri til að ýta ýmsum bábiljum til hliðar. Þá sagði hann gaman að sjá fylgi Höllu, en hann byggist við því að það væri tilkomið vegna þess að kjósendur hafi talið hana líklegasta til að veita Guðna baráttu og sé það eðlilegt og gleðjist hann yfir því hennar vegna.

Vék hann að þeim keppinaut sem er hvað næst honum í fylgi, Andra Snæ, sem hann sagðist hafa fengið að kynnast í baráttunni og sé hann meira ljúfmenni en hann taldi og uppskar hlátur viðstaddra.

Að lokum þakkaði hann enn og aftur fyrir sig og sagðist segja eins og Guðni Th: „Kærar þakkir, krakkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert