Kanadískir miðlar fjalla um Elizu

Eliza Reid ásamt eiginmanni sínum.
Eliza Reid ásamt eiginmanni sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kanadískir miðlar fjalla margir um íslensku forsetakosningarnar, sem fram fóru í gær.

Megináhersla þeirra er þó ekki á sigurvegara þeirra, Guðna Th. Jóhannesson, heldur hina væntanlegu forsetafrú, Elizu Reid, en hún er fædd í höfuðborginni Ottawa í Ontario-fylki þar í landi.

Meðal þeirra er CBS News, sem er stærsti fréttamiðill Kanada. Er þar vitnað í viðtal hennar fyrr í mánuðinum við The Canadian Press, þar sem hún sagði íslenskt samfélag hafa tekið sér vel og að kanadískur uppruni sinn gæti hjálpað Guðna í kosningabaráttunni, þar sem hún reyndi ekki að vera annað en hún er sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert