Lokatölur komnar úr fjórum kjördæmum

Guðni ásamt eiginkonu sinni á kosningavöku í nótt.
Guðni ásamt eiginkonu sinni á kosningavöku í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson hlaut 38,5% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan hálfsjö í morgun. Frá þessu greinir á vef RÚV. 

Rúmlega 74% kjörsókn var í kjördæminu. Hlaut Halla Tómasdóttir 23,5% atkvæðanna, Andri Snær Magnason 19,1%, Davíð Oddsson 13,6% og Sturla Jónsson tæp 3,7%.

Fylgi annarra frambjóðenda var undir einu prósenti.

Guðni hefur fengið rúmlega 38% atkvæðanna á landsvísu nú þegar 71,3% hafa verið talin. Hefur hann fengið 66.786. Skipting atkvæða hefur í stórum dráttum lítið breyst í alla nótt en nú hafa verið birtar lokatölur úr fjórum kjördæmum af sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert