Óskar þjóðinni til hamingju með Guðna

Sturla hlaut 3,5% atkvæða í kosningunum.
Sturla hlaut 3,5% atkvæða í kosningunum. Rax / Ragnar Axelsson

Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi segir niðurstöður kosninganna leggjast ágætlega í sig. „Þjóðin talaði og það þýðir ekkert annað en að óska þjóðinni til hamingju með sinn forseta,“ segir Sturla í samtali við mbl.is.

„Nei ég hef nú ekki gert það,“ segir Sturla, spurður hvort hann hafi velt fyrir sér að gefa kost á sér í alþingiskosningum í haust. „Þetta eru náttúrulega ekki mín baráttumál í raun, þetta eru mál heimilanna og öryrkjanna, eldri borgaranna og um eignina í landinu,“ segir Sturla um þau mál sem á oddinum hafa verið í hans baráttu.

Sturla ætlar að láta næstu viku líða en síðan taki við hið daglega líf við.  Hann óskar að lokum þjóðinni enn og aftur til hamingju með sinn forseta og óskar henni velfarnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert