Opinn fundur Pírata á American Bar

Frá opnum fundi Pírata á American Bar við Austurvöll.
Frá opnum fundi Pírata á American Bar við Austurvöll. mbl.is/Freyja Gylfa

Opinn kynningarfundur með frambjóðendum til prófkjörs Pírata fór fram á American Bar við Austurvöll í kvöld. Þar gafst kjósendum auk gesta og gangandi færi á að hitta frambjóðendur úr þremur kjördæmum, Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi.

mbl.is/Freyja Gylfa

Frambjóðendur í þessum kjördæmum eru rúmlega hundrað talsins en á fundinum í kvöld var engin formleg dagskrá eða skipulögð ræðuhöld. „Í kvöld spjöllum við bara, maður við mann og höfum gaman saman,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við mbl.is en kjósendur voru hvattir til að nýta tækifærið og spyrja frambjóðendur krefjandi spurninga.

Sambærilegir fundir fóru fram fyrr í vikunni í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og höfuðstöðvum Pírata, Tortuga, að Fiskislóð 31 og segir Sigríður Bylgja fundina hafa verið vel sótta.

Frétt mbl.is: Óhefðbundið prófkjör Pírata

mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert