Ragnheiður ekki á leið í Viðreisn

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki á leið í prófkjör eða framboð, hvorki fyrir Sjálfstæðisflokkinn né Viðreisn. Orðrómur hefur verið á kreiki undanfarið að hún ætlaði yfir til Viðreisnar en Ragnheiður segir sögusagnirnar úr lausu lofti gripnar.

„Ef ég hefði haldið áfram í pólitík hefði ég haldið áfram í mínum flokki. Svona verður ýmislegt til sem enginn fótur er fyrir. Ég hefði haldið áfram innan Sjálfstæðisflokksins þar sem ég hef starfað í langan tíma ef ég hefði ætlað mér að halda áfram í pólitík,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is.

Spurð hvað taki við þegar hún lýkur þingmennsku segist hún ekkert vera farin að spá í það. „Ég ætla að klára þetta kjörtímabil sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar það er búið þá gefur maður sér nægan tíma í að velta fyrir sér framtíðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert