Framsókn undirbýr kosningar

mbl.is/Hjörtur

Kjördæmasambönd framsóknarmanna um allt land hafa boðað til kjördæmisþinga þar sem ákveðið verður hvernig staðið verður að vali á framboðslista Framsóknarflokksins vegna næstu þingkosninga sem reiknað er með að fari fram í haust.

Fram kemur á vefsíðu Framsóknarflokksins að boðað hafi verið til aukakjördæmisþinga í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi 20. ágúst og í Suðvesturkjördæmi 25. ágúst. Tvöfalt kjördæmisþing verður haldið 27. ágúst vegna Reykjavíkurkjördæmanna þar sem valið verður í fimm efstu sætin á framboðslista hvors kjördæmis.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður landsstjórnar Framsóknarflokksins, segir aðspurð í samtali við mbl.is að væntanlega verði framboðslistar framsóknarmanna tilbúnir í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert