Ingibjörg stefnir á 4. sætið

Ingibjörg Óðinsdóttir.
Ingibjörg Óðinsdóttir. Ljósmynd/Ingibjörg Óðinsdóttir

Ingibjörg Óðinsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti á lista flokksins í komandi prófkjöri vegna alþingiskosninganna sem fyrirhugaðar eru í haust.

Ingibjörg er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á mannauðsstjórnun og BS-próf í frétta- og blaðamennsku frá Bandaríkjunum. Hún starfar sem mannauðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en hefur einnig starfað sem starfsmanna- og stjórnunarráðgjafi og blaðamaður. Ingibjörg hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt fréttatilkynningu. M.a. setið í miðstjórn, fulltrúaráði, í stjórn velferðarnefndar og í nefndum og stýrihópum á vegum borgarinnar.

„Mig langar til að leggja mitt af mörkum og vinna að því að auka sátt í samfélaginu. Ég vil stuðla að því að þingmenn hugsi í lausnum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við þurfum að snúa bökum saman og horfa til framtíðar. Úrlausnarefnin eru brýn og allra hagur að leiða þau farsællega til lykta. Sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins er ég hluti af heild og þeim stefnumálum sem sett eru fram í kosningum, en ég legg sérstaka áherslu á húsnæðismál, heilbrigðisþjónustuna og málefni aldraðra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert