Brynjólfur stefnir á fimmta sætið

Brynjólfur Magnússon.
Brynjólfur Magnússon. Ljósmynd/Brynjólfur Magnússon

Brynjólfur Magnússon lögfræðingur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer 10. september. Brynjólfur er 28 ára gamall og fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn. Fram kemur í fréttatilkynningu að hann hafi sinnt ýmsum störfum frá unga aldri. meðal annars í fiskvinnslu-, þjónustu- og skrifstofustörfum. Í dag starfar hann sem sérfræðingur hjá Landsbankanum.

„Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla tíð verið virkur í hvers kyns félagsstörfum. Suðurkjördæmi er ríkt af náttúruauðlindum enda stærsta og víðfeðmasta kjördæmið á landinu en í því felast mýmörg tækifæri. Ég legg á það mikla áherslu að við í kjördæminu horfum til framtíðar og nýtum betur öll þau fjölmörgu tækifæri sem til staðar eru,“ segir enn fremur. Mikil sóknarfæri séu einnig í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði.

„Málefni ungs fólks eru mér einnig afar hugleikin en ég vil beita mér í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar í kjördæminu. Það segir sig sjálft að ungt og menntað fólk á erfitt með að snúa aftur heim að námi loknu ef ekki eru í boði störf við hæfi. Suðurkjördæmi hefur fjölmargt að bjóða ungum og vel menntuðum einstaklingum ef rétt er að atvinnuþróun staðið,“ segir áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert